Katrín: „Stjórnmálamenn mega aldrei vísa í ríkjandi kerfi til að rökstyðja biðina eftir réttlæti“

Katrín Jakobsdóttir þingmaður Vinstri grænna.

Katrín Jakobsdóttir þingmaður Vinstri grænna kom víða við í ræðu sinni í eldhúsdagsumræðum í gærkvöld. Fjallaði Katrín meðal annars um mikilvægi íslenskrar tungu, náttúruvernd og fátækt. Þá gerði Katrín ábyrgð þjóðkjörinna fulltrúa að umtalsefni en um það sagði Katrín meðal annars „Stjórnmálamenn mega aldrei vísa í ríkjandi kerfi til að rökstyðja biðina eftir réttlæti. Stjórnmálamenn þurfa að vera reiðubúnir að beita sér stöðugt fyrir réttlætinu og breyta kerfinu ef það þarf til. Annars er hættan sú að traust fólks á hinu lýðræðislega samfélagi dvíni. Þá ábyrgð þurfum við öll að axla„. Hér fyrir neðan má smella á hlekk og lesa ræðu Katrínar í heild sinni.

Athugasemdir

athugasemdir