Katrínu Jakobsdóttur veitt umboð til stjórnarmyndunar

Katrín Jakobsdóttir formaður Vinstri grænna.

Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands hefur veitt Katrínu Jakobsdóttur formanni Vinstri grænna umboð til stjórnarmyndunar. Guðni ávarpaði fjölmiðla eftir fund sinn með Katrínu á Bessastöðum en þar sagði Guðni meðal annars að það væri ekki sérstök hefð fyrir því að líta ætti á stjórnarmyndunarumboð sem nokkurs konar verðlaun fyrir góðan árangur í kosningum Þá sagði Guðni að hann vonaðist til þess að með því að veita Katrínu umboðið kæmist á ákveðin festa á stjórnarmyndunarviðræðurnar. Guðni sagði jafnframt að hann búist við því að niðurstaða í stjórnarmyndunarviðræðum myndi liggja fyrir fljótlega eftir helgi, en Katrín greindi frá því  eftir fundinn að formlegar viðræður myndu hefjast á morgun.

Athugasemdir

athugasemdir

Deila