Kaupmenn gagnrýna algjört samráðsleysi borgaryfirvalda vegna lokunar Laugavegar

Frá vinstri: Jón Sigurjónsson kaupmaður, Vigdís Guðmundsdóttir kaupmaður og Gunnar Gunnarsson starfsmaður Miðbæjarfélagsins

Áform um að loka Laugavegi alfarið og breyta honum í göngugötu leggjast afar illa í kaupmenn á svæðinu og gagnrýna þeir harðlega samráðsleysi borgaryfirvalda vegna málsins. Þetta var meðal þess sem fram kom í síðdegisútvarpinu í dag en Pétur Gunnlaugsson ræddi þar við Gunnar Gunnarsson starfsmann Miðbæjarfélagsins, og kaupmennina Vigdísi Guðmundsdóttur og Jón Sigurjónsson. Þau benda á að nú þegar sé fjöldi fyrirtækja ýmist hætt starfsemi eða flutt annað þar sem þær lokanir sem þegar hafi verið gerðar hafi haft mjög slæm áhrif á reksturinn “ og þess er ekki langt að bíða, kannski nokkrir mánuðir í það að Laugavegur verði eins konar draugagata þar sem fleiri verslanir íhuga að fara annað„. og benda þau á máli sínu til stuðnings að nú á stuttum tíma hafa 45 verslanir við Laugaveg flutt. Hlusta má á þáttinn í spilaranum hér að neðan.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila