Kavanaugh málið skaðaði Metoo

Brett Kavanaugh

Ásakanir Christine Blasey Ford gagnvart Brett Kavanaugh nýskipaðs dómara í Bandaríkjunum veiktu Metoo hreyfinguna. Þetta var meðal þess sem fram kom í máli Guðmundar Franklín Jónssonar viðskiptafræðings og hótelstjóra í þættinum Heimsfréttir, fréttir og fréttatengt efni af erlendum vettvangi í dag en hann var viðmælandi Arnþrúðar Karlsdóttur. Guðmundur bendir á að framburður Blasey hafi í fyrstu þótt trúverðugur en svo hafi farið að renna tvær grímur á menn “ svo kom í ljós að það stóð ekki steinn yfir steini í þessu, þetta hefur þannig skaðað Metoo hreyfinguna og hún hefur orðið fyrir talsverðu bakslagi„,segir Guðmundur. Hlusta má á þáttinn í spilaranum hér að neðan.

Athugasemdir

athugasemdir

Deila