Kennari myrtur í Gautaborg

Karlmaður á þrítugsaldri sem starfaði sem kennari var í morgun myrtur af tveimur óþekktum mönnum þar sem hann sat í bifreið sinni. Atvikið átti sér stað í Lövgärdet hverfinu en samkvæmt frásögnum vitna gengu tveir menn ákveðið að bifreiðinni, rifu upp hurðina og skutu kennarann til bana. Þá segja vitni að svo virtist sem mennirnir hefðu gengið mjög ákveðnir til verksins og af því loknu hafi þeir flúið á brott í blárri Renault bifreið. Umfangsmikil leit er hafin að morðingjunum og hefur lögregla meðal annars notast við þyrlu til leitar úr lofti.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila