Kínverjar ekki lengur sjálfbærir hrísgrjónaframleiðendur

Kínverjar ná ekki lengur að framleiða nægt magn hrísgrjónu til þess að anna eftirspurn innanlands. Til þess að bregðast við yfirvofandi hrísgrjónaskorti hafa kínversk yfirvöld gert viðskiptasamninga við Bandaríkin um að kaupa mikið magn hrísgrjóna til þess að reyna uppfylla þarfir innanlandsmarkaðar. Ljóst er þó að innflutningur hrísgrjóna frá Bandaríkjunum mun ekki duga til því þó bandaríkjamenn myndu selja öll hrísgrjón sem framleidd væru í landinu til Kína myndi magnið ekki duga til þess að uppfylla þarfir kínverska markaðarins. Kínverjar munu því leita samninga í fleiri löndum og hafa þegar gert stóra samninga við nokkur lönd.

Athugasemdir

athugasemdir