Kínverskur auðjöfur segir tugþúsundir kínverskra njósnara vera í Bandaríkjunum

Auðjöfurinn Guo Wengui

Kínverski auðjöfurinn Guo Wengui sem býr í New York segir að leyniþjónusta Bandaríkjanna hafi ekki áttað sig á því að allt að 25 þúsund kínverskir njósnarar séu í Bandaríkjunum. Wengui segir njósnarana hafa komið til bandaríkjanna undir því yfirskyni að þeir væru meðal annars innflytjendur, námsmenn og viðskiptamenn. Segir Wengui að Bandaríkjamenn átti sig ekki á því að njósnararnir séu flestir tilbúnir að grípa til aðgerða í því skyni að grafa undan hagsmunum Bandaríkjanna. Þá bendir Wengui á að margir Bandaríkjamenn hafi svikið þjóðina gegn peningagreiðslum og starfi með kínversku njósnurunum. Bandaríkjamenn skilji ekki hvernig kínverska leyniþjónustan starfi og séu uppteknir af tafsömum lagahliðum mála á meðan njósnararnir fari sínu fram undir yfirborðinu.

Athugasemdir

athugasemdir