Verðhækkanir framundan: Dæmi um að verslun selji mjólkurlítrann á 899 krónur

Vilhjálmur Birgisson formaður Verkalýðsfélags Akraness

Horft verður til verðhækkana þegar kjarasamningar verða endurskoðaðir á næsta ári. Þetta var meðal þess sem fram kom í máli Vilhjálms Birgissonar formanns Verkalýðsfélags Akraness í síðdegisútvarpinu í dag en hann var viðmælandi Péturs Gunnlaugssonar.

Vilhjálmur segir að hann hafi rætt við nokkra aðila sem reka verslanir og þeir segir að birgjar stilli þeim upp við vegg og því hafi þeir ekki annan kost í stöðunni en að hækka verð á neysluvörum

en það verður auðvitað horft til verðhækkanna þegar kjarasamningarnir verða skoðaðir í september á næsta ári“ segir Vilhjálmur.


Mjólkurlítri á 899 krónur


Útvarp Saga kannaði verðlag á algengnri neysluvöru og kom þá í ljós að ein verslun, 10/11 í Austurstræti selur mjólkurlítrann á 899 krónur um helgar en á virkum dögum kostar lítrinn 399 krónur í sömu verslun, samkvæmt upplýsingum frá versluninni hækkar mjólkurlítrinn úr 399 krónum upp í 899 krónur á hádegi á föstudögum, Vilhjálmur sagði í viðtalinu að hann væri afar undrandi á þessari verðlagningu

þetta er auðvitað bara glæpamennska, ég hef satt að segja aldrei heyrt nokkuð þessu líkt áður„.

Hlusta má á þáttinn í spilaranum hér að neðan.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila