Kjör Sádi Araba til formennsku kvenréttindanefndar SÞ vekur upp hörð viðbrögð

Kjör Sádi Araba til formennsku kvenréttindanefndar SÞ sætir harðri gagnrýni og hafa sænskir þingmenn krafist þess að fá að vita hvort fulltrúar svía hafi greitt atkvæði með sádum þegar atkvæðagreiðslan fór fram. Margot Wallström utanríkisráðherra Svíþjóðar segir að ekki sé hægt að gefa upp opinberlega hvernig svíar greiddu atkvæði þar sem atkvæðagreiðslan hafi verið leynileg en hún muni þó upplýsa utanríkisnefnd þingsins nánar um málið á fundi á næstu dögum. Andstæðingar ríkisstjórnarinnar gefa lítið fyrir þau svör og benda á að ríkisstjórnin vilji kenna sig við kvenréttindi og leggi áherslu á að mál skuli almennt rædd opinberlega, og því skjóti það skökku við að málið megi ekki ræða “ Ef ríkisstjórnin hefur kosið Sádí Araba til að fara með málefni kvenna, þá er það siðferðislegt hrun ríkisstjórnarinnar“ segir Jan Björklund formaður Frjálslyndra um málið.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila