Kolmunnaveiðar í uppnámi vegna fiskveiðideilu við Færeyinga

Fiskveiðideila sem upp er komin milli íslands og Færeyja setur kolmunnaveiði hérlendis í uppnám en fiskiskip sem ætluðu að halda til veiða í færeyskri landhelgi hafa þurft að slá veiðum á frest vegna deilunnar. Eins og kunnugt er hafa gagnkvæmir samningar um veiðar færeyskra skipa í íslenskri landhelgi. og íslenskra skipa í færeyskri landhelgi ekki náðst sökum deilunnar og því ríkir fullkomin óvissa um veiðarnar. Náist ekki að höggva á hnútinn er ljóst að ekkert verður af veiðum Síldarvinnslunnar sem undanfarin ár hefur veitt kolmunna við Færeyjar og því fyrirséð að vinnslan verður fyrir talsverðum búsifjum.

Athugasemdir

athugasemdir

Deila