Komið í veg fyrir fimm hryðjuverk í Frakklandi á fjórum mánuðum

Fransk lögregla grípur grunaðan hryðjuverkamann

Í síðustu viku handtók franska öryggislögreglan fjóra íslamska vígamenn sem ætluðu að framkvæma hryðjuverk gegn lögreglunni í Frakklandi að sögn France Soir. Það var í fimmta sinn á fjórum mánuðum sem komið var í veg fyrir hryðjuverk íslamskra vígamanna í Frakklandi. Átti að framkvæma hryðjuverkið á múslímaföstunni Ramadan.

Í fyrra var íslamski hryðjuverkamaðurinn Jonathan Geffroy handtekinn í Sýrlandi og fluttur til Frakklands. Hann afhjúpaði að íslamskir vígamenn væru að undirbúa hryðjuverkaárás á kjarnorkuver í Frakklandi og fleiri í stíl við hryðjuverkið í París 2015 þegar 150 manns voru myrt og 350 særðust.

Imaminn Abu Taqi Al-Din Al-Dari við al-Aqsa moskuna í Jerúsalem segir að Frakkland muni verða að múslímsku landi og að allur heimurinn muni á endanum lúta íslömskum lögum. Á myndbandi (sjá fyrir neðan) sem birt var 12 mars segir hann frá Ósmanska ríkinu sem m.a. náði yfir Ungverjaland, hluta Ítalíu, Frakklands og Austurríki að höfuðborginni Vín. Segir hann fólk gangast undir íslamska löggjöf á þrennan hátt: Með því að skipta um trú, borga jizya-skatt eða með heilögu stríði.

Sjá nánar hér og hér

[youtube]https://www.youtube.com/watch?v=wEamLhFqOXo[/youtube]

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila