„Kominn tími á alvöru verkalýðsbaráttu“

Oddný Stefánsdóttir,Arnþór Sigurðsson og Friðrik Boði Ólafsson frambjóðendur í stjórnarkjöri VR.

Það er kominn tími á alvöru verkalýðsbaráttu, að fólk geti haft það gott og lifað lífinu án þess að þurfa að þræla sér út frá morgni og langt fram á kvöld. Þetta var meðal þess sem fram kom í máli Oddnýjar Stefánsdóttur,Arnþórs Sigurðssonar og Friðriks Boða Ólafssonar frambjóðenda í stjórnarkjöri VR í síðdegisútvarpinu á föstudag en þau voru gestir Edithar Alvarsdóttur. Þau segjast komin með nóg af framtaksleysi verkalýðshreyfingarinnar í gegnum árin og nú sé kominn tími á breytingar “ það er búið að vera mikil ládeyða hjá verkalýðshreyfingunni, það eru bara allir vinir einhvern veginn og ekkert að gerast„, segja frambjóðendurnir. Hlusta má á þáttinn í spilaranum hér að neðan en í þættinum ræða frambjóðendurnir áherslur sínar.

Smelltu hér til þess að skoða Facebook síðu frambjóðenda

 

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila