Komust lífs af úr skógareldum með því að dvelja í vatnstanki

Tólf einstaklingar sem urðu innlyksa í skógareldunum í Portúgal komust lífs af með því að bregða á það ráð að koma sér fyrir ofan í vatnstanki og hafast þar við í um sex klukkustundir. Að sögn manns sem var meðal þeirra sem dvöldu í tankinum er hann ekki í vafa um að sú ákvörðun að dvelja í tanknum hafi bjargað lífi þeirra. Enn geysa miklir skógareldar víða í Portúgal og hafa fjölmargir farist en staðfest er að 62 einstaklingar séu látnir og margra annara er saknað.

Athugasemdir

athugasemdir