Könnun: Afar lítill stuðningur við ríkisstjórnina

Ríkisstjórnin nýtur afar lítils stuðnings samkvæmt niðurstöðum skoðanakönnunar Útvarps Sögu, en segja má að fylgið sem hún mælist með nú hafi aldrei verið minna, sé miðað við fyrri kannanir. Könnunin sem fram fór á hér á vefsíðunni um helgina var kynnt í lok þáttarins Línan laus rétt fyrir hádegi í dag en í þessari könnun var einfaldlega spurt: Styður þú ríkisstjórnina?. Niðurstaðan var eftirfarandi:
Nei 82 %
Já 15,1%
Hlutlaus 2,8%

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila