Könnun: Meirihluti fylgjandi snjallsímabanni í grunnskólum

Mikill meirihluti þeirra sem þátt tóku í skoðanakönnun á vef Útvarps Sögu eru fylgjandi því að snjallsímar verði bannaðir í grunnskólum borgarinnar líkt og gert hefur verið í grunnskólum í Frakklandi. Þetta kemur fram í niðurstöðu könnunarinnar sem kynnt var í lok þáttarins Línan laus rétt fyrir hádegi í dag. Í þessari könnun sem stóð yfir í einn sólarhring var spurt: Á að banna snjallsíma í grunnskólum?. Niðurstaðan var eftirfarandi:
Já 92,2%
Nei 6,9%
Hlutlausir 0,8%

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila