Könnun: Miðflokkurinn fengi rúm 38% atkvæða

Flestir þeirra sem tóku þátt í skoðanakönnun Útvarps Sögu myndu kjósa Miðflokkinn ef gengið yrði til kosninga til Alþingis í dag. Þetta kemur fram í niðurstöðum könnunarinnar sem fram fór hér á vefsíðunni um helgina. Þá kom fram að Flokkur fólksins fengi næstmest fylgi og að Vinstri grænir sem nú sitja í ríkisstjórn fengi minnst fylgi. Eins og fyrr segir fór könnunin fram nú um helgina en í þessari könnun var spurt: Hvaða flokk myndir þú kjósa til Alþingis ef kosið yrði í dag?. Niðurstaðan var eftirfarandi:
Miðflokkinn 38,4%
Flokk fólksins 33,2%
Sjálfstæðisflokkinn 12,8%
Annað 6,3%
Framsóknarflokkinn 2,9%
Samfylkinguna 2,2%
Pírata 1,8%
Viðreisn 1,8%
Vinstri græna 0,7%
Alls voru greidd 445 atkvæði

Athugasemdir

athugasemdir

Deila