Könnun: Miðflokkurinn mælist stærstur með rúmlega 37% fylgi

Miðflokkurinn er með mest fylgi á meðal þeirra sem þátt tóku í skoðanakönnun Útvarps Sögu sem fram fór hér á vefsíðunni á síðustu tveimur sólarhringum, en flokkurinn mælist með 37,4%. Fast á hæla Miðflokksins er Flokkur fólksins með 26,9% fylgi en Sjálfstæðisflokkurinn aðeins með 11,7%. Í þessari könnun var spurt: Hvaða flokk myndir þú kjósa ef kosið yrði til Alþingis í dag?. Niðurstaðan sem kynnt var í lok þáttarins Línan laus rétt fyrir hádegi var eftirfarandi:
Miðflokkurinn 37,4%
Flokkur fólksins 26,9%
Sjálfstæðisflokkurinn 11,7%
Píratar 8,7%
Sósíalistaflokkur Íslands 6,6%
Samfylkingin 5,4%
Framsóknarflokkurinn 2,1%
Viðreisn 1%
Vinstri grænir 0,1%
Atkvæði: 572

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila