Könnun: Miðflokkurinn, Sjálfstæðisflokkurinn og Flokkur fólksins með mest fylgi

Miðflokkurinn, Sjálfstæðisflokkurinn og Flokkur fólksins mældust með mest fylgi í nýrri könnun sem framkvæmd var á vefsíðu Útvarps Sögu, en greint var frá niðurstöðum könnunarinnar í þættinum Línan laus í morgun. Könnunin stóð yfir í tvo sólarhringa vefnum sem fyrr segir og voru ofangreindir þrír flokkar með afgerandi forustu.  Miðflokkurinn mælist með rúmlega 31% fylgi, Sjálfstæðisflokkurinn með 22% fylgi og Flokkur fólksins með 15,5% fylgi. Hér fyrir neðan má sjá skiptingu á fylgi flokkanna.
Miðflokkurinn  31,65%
Sjálfstæðisflokkurinn 22,02%
Flokkur fólksins 15,29%
Framsóknarflokkurinn 8,87%
Íslenska þjóðfylkingin 6,42%
Samfylkingin 5,35%
Frelsisflokkurinn 2,60%
Píratar 1,83%
Sósíalistaflokkur Íslands 1,68%
Alþýðufylkingin 1,38%
Höfuðborgarlistinn 1,38%
Viðreisn 0,76%
Vinstri grænir 0,31%
Húmanistaflokkurinn 0,31%
Kvennalistinn 0,15%

Athugasemdir

athugasemdir

Deila