Könnun: Mikil andstaða við fóstureyðingafrumvarp Svandísar Svavarsdóttur

Afgerandi meirihluti þeirra sem tóku þátt í skoðanakönnun Útvarps Sögu er andvígur frumvarpi Svandísar Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra, en í frumvarpinu er gert meðal annars ráð fyrir að heimilt verði að eyða fóstri allt til loka 22 viku meðgöngu. Niðurstaða könnunarinnar var kynnt í lok þáttarins Línan laus rétt fyrir hádegi í dag en í þessari könnun var spurt: Ertu sammála frumvarpi Svandísar Svavarsdóttur sem gerir ráð fyrir að heimila fóstureyðingar til loka 22 viku meðgöngu? Niðurstaðan var eftirfarandi:
Nei 91,7%
Já 5,6%
Hlutlaus 2,6%
Alls voru greidd 425 atkvæði

Athugasemdir

athugasemdir

Deila