Könnun: Rúm ellefu prósent telja sig hafa orðið fyrir níðskrifum eða öðru ofbeldi á netinu

netnidRúm ellefu prósent þeirra sem þátt tóku í skoðanakönnun Útvarps Sögu telja sig hafa orðið fyrir níðskrifum eða öðru ofbeldi í gegnum netið í einhverri mynd. Þetta kemur fram í niðurstöðu könnunarinnar sem fram fór hér á vefsíðunni, en tekið skal fram að könnunin stóð yfir í hálfan sólarhring. Niðurstaðan var kynnt í lok þáttarins Línan laus rétt fyrir hádegi en í þessari könnun var spurt: Hefur þú orðið fyrir níðskrifum eða ofbeldi á internetinu?. Niðurstaðan var eftirfarandi:
Nei 85,62%
Já 11,11%
Hlutlaus 3,27%

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila