Könnun: Telja að ekki verði unnt að mynda meirihlutastjórn eftir þingkosningar

thinghusid43Meirihluti þeirra sem þátt tóku í skoðanakönnun Útvarps Sögu telja að ekki verði unnt að mynda meirihlutastjórn eftir þingkosningarnar sem fram fara þann 29.október næstkomandi. Þetta kemur fram í niðurstöðu könnunarinnar sem fram fór hér á vefsíðunni um helgina. Niðurstaðan var kynnt í lok þáttarins Línan laus rétt fyrir hádegi en í þessari könnun var spurt: Telur þú að unnt verði að mynda meirihlutastjórn eftir þingkosningarnar 29.október?. Niðurstaðan var eftirfarandi:
Nei 53,85%
Já 39,16%
Hlutlaus 6,99%

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila