Könnun: Vilja ekki að sameinuðu þjóðirnar hafi vald til að ákvarða fjölda flóttamanna fyrir Ísland

Afgerandi meirihluti þeirra sem þátt tóku í skoðanakönnun Útvarps Sögu vilja ekki að Sameinuðu þjóðirnar fái vald til þess að ákvarða þann fjölda flóttamanna sem Ísland veitir móttöku. Þetta kemur fram í niðurstöðu könnunarinnar sem fram fór hér á vefsíðunni á síðara sólarhring. Niðurstaðan var kynnt í lok þáttarins Línan laus rétt fyrir hádegi en í þessari könnun var spurt: Eiga sameinuðu þjóðirnar að hafa vald til þess að ákveða fjölda þeirra flóttamanna sem koma til Íslands?. Niðurstaðan var eftirfarandi:
Nei 94,9%
Já 4,4%
Hlutlausir 0,9%

Athugasemdir

athugasemdir

Deila