Körlum mismunað um þjónustu á geðdeild

Frá vinstri: Kristinn Rúnar Kristinsson og Guðmundur Hermann Mummi Guðmundsson.

Guðmundi Hermanni Mumma Guðmundssyni sem var vísað frá þegar hann leitaði sér hjálpar eftir sjálfsvígstilraun komst síðar að því að því að frænka hans sem hafði haft sjálfsvígshugsanir hafði fengið þá hjálp sem hún þurfti á að halda. Guðmundur sem var gestur Edithar Alvarsdóttur í síðdegisútvarpinu í vikunni ásamt Kristni Rúnari Kristinssyni segist hafa leitað skýringa á hvers vegna sú væri raunin að hann sem hefði reynt sjálfsvíg hefði ekki fengið þá hjálp sem kona með sjálfsvígshugsanir hefði fengið, og því hefði hann farið á fund stjórnenda geðdeildar “ ég kom með þann punt við þær tvær sem voru þarna hvort um væri að ræða mismunun kynja að þessu leyti, þær viðurkenndu það blákalt„, segir Guðmundur.

Athugasemdir

athugasemdir