Kosningaáróðri borgaryfirvalda markvisst beint að hópum í veikri stöðu

Vigdís Hauksdóttir borgarfulltrúi Miðflokksins.

Kosningaáróðri sem stýrt var úr ráðhúsinu af meirihluta borgarinnar beindist markvisst sérstaklega að hópum sem teljast vera í veikari stöðu en aðrir í samfélaginu. Þetta var meðal þess sem fram kom í máli Vigdísar Hauksdóttur borgarfulltrúa Miðflokksins í síðdegisútvarpinu í dag en hún var gestur Péturs Gunnlaugssonar. Vigdís bendir á að svo virðist vera sem um kerfisbundna aðgerð hafi verið að ræða og brotaviljinn hafi verið einbeittur “ fyrst eru þessi bréf send á þá erlendu ríkisborgara sem eru hér búsettir, bréfunum þar sem því var ranglega haldið fram að það væri skylda að kjósa, svo er bréfunum fylgt eftir á kjördag með sms sendingum, og fólki hefur auðvitað liðið þannig að fylgst hafi verið með því, hvort það væri ekki örugglega að fara að mæta á kjörstað„,segir Vigdís. Þá segir Vigdís athyglisvert hvernig áróðurinn í aðdraganda borgarstjórnarkosninganna var rekinn “ ef að fólk hugsar til baka hvernig kosningabaráttan var rekin þá voru raðfundir niðri í ráðhúsi um hin ýmsu málefni, til dæmis húsnæðismál ungs fólks, þá var fjölmiðlum beitt, ráðhúsinu var beitt, kynningarskrifstofunni beitt og það glumdi kosningaáróður allan liðlangan daginn frá Reykjavíkurborg sjálfri„,segir Vigdís.  Hlusta má á þáttinn í spilaranum hér að neðan.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila