Kosningar í Finnlandi á sunnudaginn – metþáttaka í atkvæðagreiðslu utan kjörfundar

Finnar ganga til kosninga á sunnudag og aldrei áður hafa svo margir kosið utan kjörfundar en nú eða 36% kjósenda. Fleiri virðast þannig hafa ákveðið sig nú en oft áður hvaða flokk þeir kjósa en engu að síður er hópur óákveðinna stór og gæti ráðið úrslitum. Vonast margir til að kosningaþáttakan braggist en hún var niðri í 70,1% í síðustu þingkosningum. Sumar skoðanakannanir sýna að enginn flokkur nær yfir 20% fylgi og hafa sósíaldemókratar sem eru stærstir minnka aðeins í fylgi. Næst stærstir eru Sannfinnar sem bæta lítið eitt við sig og þriðji stærsti flokkurinn er Sameiningarflokkurinn. Sameiningarflokkurinn og Miðflokkurinn hafa dalað en báðir náðu yfir 20% í síðustu þingkosningum. Göran Djupsund segir í viðtalið við Svenska Yle að hann telji tvo valkosti koma út úr kosningunum á sunnudaginn, annað hvort áframhaldandi stjórn undir forystu sósíaldemókrata mögulega með samstarfi við Miðflokkinn, Græna og jafnvel Vinstri eða að Sameiningarflokkurinn myndi stjórn með Miðflokknum, Kristdemókrötum og Sannfinnum. Myndi slík niðurstaða þá bera keim af Svíþjóð með vali á milli hægri ríkisstjórnar eða rauð-grænnar ríkisstjórnar.

Sjá nánar hér

Athugasemdir

athugasemdir

Deila