Krafa „gulu vestanna“: Skattleggið alþjóðafyrirtækin í stað verkafólks!

Enn og aftur streymdu mótmælendur „gulu vestanna“ út á götur borga í Frakklandi um helgina til að mótmæla efnahagsmisrétti og lýðræðishalla, meðal annars í París, Strassburg, Bordeaux, Toulouse, Dijon, Beziers og Avignon. Tilraunir Emmanuel Macron Frakklandsforseta til að lægja mótmælaöldur með ”þjóðlegu samtali” ganga ekki heim. Main stream fjölmiðlar hafa dregið úr fréttum af mótmælunum eftir að kröfur ágerðust um afsögn glóbalistans Macron og stuðning ríkisstjórnar Ítalíu við mótmælin.
Í mótmælunum „Akt 10” síðastliðinn laugardag  segja talsmenn ”gulu vestanna” að tilboð Frakklandsforseta um þjóðlegt samtal sé eintóm blekking í því skyni að stöðva mótmælin og allar raunverulegar breytingar í Frakklandi. ”Skattleggið alþjóðafyrirtækin – ekki verkafólkið” stóð á einum borða. ”Meðborgararnir í hættu” stóð á öðrum, þar sem ofbeldi yfirvalda gegn mótmælendum var andmælt og þeirra minnst sem látist hafa í átökunum. Yfir 80 þúsund lögreglumenn voru að störfum, þar af 5 þúsund í París en þar voru 12 mótmælendur handteknir.
 Sumir mótmælendur tóku með sér besta vin mannsins – hundinn – og klæddu upp í gul vesti vegna mótmælanna. Smella má hér til að sjá fleiri myndir af brynvörðum farartækjum lögreglunnar á ferð í Toulouse síðastliðinn laugardag.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila