Krefjast rafrænnar ferðaheimildar við komuna til Kanada

canadaflugKanadísk stjórnvöld hafa sent íslenskum stjórnvöldum erindi þar sem vakin er athygli á því að farþegar sem fljúga til Kanada þurfi að framvísa rafrænni ferðaheimild frá og með 29.september næstkomandi. Það var í mars á þessu ári sem nýjar reglur tóku gildi í Kanada sem gera ráð fyrir að þeir sem ferðist til landsins þurfi að framvísa slíkri rafrænni ferðaheimild en gefinn var sex mánaða aðlögunartími, en kanadískir og bandarískir ríkisborgarar eru undanþegnir þessum nýju reglum. Þá vekja kanadísk stjórnvöld athygli á því að heppilegast sé að sækja um rafrænar ferðaheimildir áður en fest eru kaup á farmiða til landsins þar sem nokkurn tíma getur tekið af afgreiða ferðaheimild.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila