Kveikt í áttatíu bílum í Svíþjóð í nótt

Eldur var borinn að 80 bifreiðum í borgunum Trollhättan og Gautaborg í nótt og lögreglumenn grýttir í átökum við grímuklædd ungmenni. Samkvæmt upplýsingum lögregluyfirvalda í Svíþjóð voru bílarnir sem kveikt var í víða um borgirnar og rannsakar lögregla hvort að um skipulögð skemmdarverk hafi verið að ræða. Eins og kunnugt er hefur lögreglan í Svíþjóð lýst því ítrekað yfir að glæpatíðni í landinu sé orðin svo há að erfitt sé að ráða við ástandið, og til að bæta gráu ofan á svart hafa fjölmargir lögreglumenn sagt upp störfum undanfarin ár þar sem þeir telja að ekki sé lagt nægt fé til löggæslumála. Atburðirnir í nótt séu þó mun harðari atlaga að lögreglu en áður hafi sést að sögn lögregluyfirvalda. Eins og fyrr segir rannsakar lögregla málið.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila