Lag Hatara mun vekja athygli, söngstíllinn sérstæður og lagið gott

Jens Guð.

Lag hljómsveitarinnar Hatara, Hatrið mun sigra mun vekja mikla athygli í Eurovision keppninni sem fram fer í maí. Þetta segir Jens Guð bloggari en hann var gestur Péturs Gunnlaugssonar í síðdegisútvarpinu í dag. Jens segir bæði sviðsframkomu, söngstíl og lagið gera lagið að góðu framlagi fyrir keppnina ” þeir sem hafa skorið sig úr og verið öðruvísi hafa átt góðu gengi að fagna í keppninni“,segir Jens. Jens segist sjálfur ekki vera mjög hrifinn af þeirri tónlist sem komið hafa fram ” en þetta lag finnst mér bara nokkuð skemmtilegt og svo hefur söngvarinn afar sérstæðan stíl, þetta er nokkurs konar listgjörningur“. Jens er eins og kunnugt er mikill vinur færeyinga en svo vill til að í ár voru tveir færeyingar sem tóku þátt í undankepnninni á Íslandi ” þeir voru afar stoltir af sínu fólki og hafa mjög mikinn áhuga á keppninni“. Hlusta má á þáttinn í spilaranum hér að neðan.

Athugasemdir

athugasemdir

Deila