Lag John Lundvik – Too late for love valið lag Svíþjóðar í Eurovision söngvakeppnina 2019

Skjáskot sænska sjónvarpsins.

Aldrei hafa fleiri greitt atkvæði í sænska Melodifestivalen en í ár, yfir 15 milljón atkvæði bárust sem er nýtt met. Og aldrei þessu vant völdu Svíar sama lag til vinnings og alþjóðlega dómnefndin: Too Late For Love með John Lundvik. ”Þetta er ótrúlegt. Ekkert er ómögulegt ef hjartað upplifir það rétt” sagði John Lundvik eftir sigurinn. Lagið hefur verið efst á lista Spotifys yfir mest leiknu lögin að undanförnu.

Áður en John Lundvik hóf að keppa í Melodifestivalen var han virkur söngvasmiður og núna lendir hann í því að keppa gegn eigin lagi sem hann skrifaði fyrir Breta og þeir senda til Tel Aviv. Lundvik er einnig höfundur lagsins „When you tell the world you´re mine“ sem Björn Skifs og Agnes fluttu þegar krónprinsessan Victoria og prins Daniel giftu sig.
Too Late For Love flytur boðskapinn að það sé aldrei of seint fyrir ástina og eru margir Svíar t.d. tónlistarmaðurinn Benjamin Ingrosso þess fullviss að John Lundvik verði sigurvegari Eurovision i ár. Með sér á sviði hefur John Lundvik gospelkórdömur. Smelltu hér til þess að heyra lagið.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila