Símatíminn: Það verður að leysa dómara Landsréttar frá störfum með dómi og auglýsa stöðurnar upp á nýtt

Það verður að leysa dómara Landsréttar frá störfum með dómi og auglýsa stöðurnar upp á nýtt. Þetta var meðal þess sem fram kom í máli Arnþrúðar Karlsdóttur og Péturs Gunnlaugssonar í símatímanum í dag en þar var rætt um málefni Landsréttar sem er eins og kunnugt er í miklum ólestri.

Arnþrúður benti á að ljóst væri að Alþingi hafi farið framhjá lögum með því að kjósa ekki eins og eigi að gera, hvern og einn dómara fyrir sig

heldur var kosið um alla dómarana í einum pakka„,sagði Arnþrúður.


Enn og aftur reynt að fara framhjá lögum


Arnþrúður greindi frá því í þættinum að enn á ný væri reynt að fara framhjá lögum í málinu

það er talað um að fjórir dómarar fari í leyfi til áramóta og það verði ráðnir aðrir, það er verið að reyna einhvern veginn að fara framhjá lögunum með því að gera þetta svona, þetta er ekki í anda þess sem lögin segja til um hvernig eigi að standa að þessu„,sagði Arnþrúður og benti á að meiri líkur en minni væru á að allir dómararnir sem skipaðir hafi verið í upphafi hafi verið ólöglega skipaðir „ það þarf að byrja á að fá úr því skorið, en það þyrfti að leysa þessa dómara sem fyrir eru frá störfum með dómi og auglýsa í stöðurnar upp á nýtt„,segir Arnþrúður.

Hlusta má á þáttinn í spilaranum hér að neðan.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila