Langur afgreiðslutími hælisumsókna leiðir af sér svarta atvinnustarfsemi og misnotkun á vinnuafli

Arndís A.K. Gunnarsdóttir lögfræðingur og talsmaður hælisleitenda hjá Rauða Krossinum.

Langur afgreiðslufrestur þeirra einstaklinga sem koma hingað til lands í leit að hæli getur leitt til þess að óprúttnir aðilar nýti sér þá sem vinnuafl í svartri atvinnustarfsemi. Þetta var meðal þess sem fram kom í máli Arndísar A.K. Gunnarsdóttur lögfræðings og talsmanni hælisleitenda hjá Rauða Krossinum í síðdegisútvarpinu í dag en hún var gestur Arnþrúðar Karlsdóttur og Péturs Gunnlaugssonar. Arndís bendir á að oft sé staða þeirra einstaklinga sem sæki um hæli viðkvæm og því hætt við að staða þeirra sé msnotuð “ með því að láta fólk bíða í þessari stöðu svo mánuðum skiptir skapar hættu á misnotkun á vinnumarkaði, það skapar hættu á því að fólk grípi til örþrifaráða og fari í svarta vinnu þar sem er mjög auðvelt fyrir atvinnurekendur að notfæra sér viðkvæma stöðu þessara einstaklinga, þetta er auðvita sú hætta sem skapast vegna þess að staða þeirra er algjörlega ótrygg„,segir Arndís. Viðtalið má heyra í spilaranum hér að neðan.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila