Launakostnaður hins opinbera sogar til sín hagvöxtinn

Dr. Ólafur Ísleifsson.

Launakostnaður hins opinbera er orðinn svo mikill að hann sogar til sín bróðurpartinn af hagvexti ríkisins. Þetta kom fram í máli Dr. Ólafs Ísleifssonar í síðdegisútvarpinu í gær en hann var gestur Péturs Gunnlaugssonar. Ólafur bendir á að þrátt fyrir að hagvöxtur hafi aldrei verið meiri virðist ekki vera neitt fé til þess að framkvæma „sannleikurinn er auðvitað sá að launin hafa hækkað svo mikið á hinum opinbera vettvangi að þetta sogast allt bara í laun, stærsta leyndarmálið á Íslandi og best varðveitta eru launakjör eða ellilífeyriskjör opinberra starfsmanna, og hjá sumum þeirra þessum háa embættismannaaðli þá er þetta bara stórveisla„,segir Ólafur.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila