Leggja ríka áherslu á góða þjónustu við borgarbúa

Björg Kristín Sigþórsdóttir oddviti Höfuðborgarlistans.

Höfuðborgarlistinn ætlar að leggja ríka áherslu á að bæta þjónustu við þá einstaklinga sem búa Í reykjavík og þeirra erindi fái fullnægandi afgreiðslu af hálfu borgarinnar. Þetta var meðal þess sem fram kom í máli Bjargar Kristínar Sigþórsdóttur oddvita Höfuðborgarlistans í síðdegisutvarpinu í dag en hún var gestur Péturs Gunnlaugssonar. Björg segir það miklu máli skipta að borgarfulltrúar séu í góðum tengslum við borgarbúa og ræði við þá sem óska eftir því að fá að ræða við borgaryfirvöld “ þetta á ekki að vera þannig að borgarfulltrúar velji þá sem þeir kjósa að ræða við„. Björg gefur núverandi borgaryfirvöldum ekki háa einkunn í stjórn borgarinnar og forgangsröðun verkefna “ borgin er í rjúkandi rúst og peningar skattgreiðenda eru notaðir í gæluverkefni„. Hlusta má á viðtalið í spilaranum hér að neðan.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila