Leggja til að börn niður í fjögurra ára aldur leggi stund á nám um Evrópusambandið

Luc Van den Brande ráðgjafi Jean Claude Juncker forseta Evrópusambandsins leggur til í sérstakri skýrslu sem hann lét gera fyrir forseta sambandsins að börn allt niður í fjögurra ára aldur verði gert að leggja stund á sérstakt námsefni um Evrópusambandið. Markmið námsins er sagt vera leið ESB til þess að koma á framfæri boðskap ESB til íbúa þess og hvernig sambandinu tókst að koma á friði í Evrópu eftir seinni heimsstyrjöldina. Í skýrslunni er einnig lagt til að þekktir íþróttamenn og námsmenn sem notið hafa ERAMUS styrkja frá Evrópusambandinu verði fengnir til þess að breiða út þann boðskap hversu slæmt ástandið í heiminum án Evrópusambandsins. Rey Finch þingmaður breska Sjálfstæðisflokksins hefur brugðist ókvæða við skýrslunni og segir að þau markmið sem sett séu þar fram séu hreinn heilaþvottur og hefur biðlað til foreldra sem búa innan ESB að mótmæla tillögunum harðlega.

Athugasemdir

athugasemdir

Deila