Leggja til að ýsu og þorskkvóti verði aukinn

Lagt er til að kvóti bæði á ýsu og þorski verði aukinn á þessu fiskveiðiári.
Þetta kom fram á fundi Hafrannsóknarstofnunar sem fram fór í morgun. Tillagan er sameiginleg niðurstaða Hafrannsóknarstofnunar og Alþjóðahafrannsóknarráðsins. Aukningin er þó ekki mikil þegar kemur að þorskkvóta en þar er lagt til að kvótinn verði aðeins aukinn um 3 prósent.
Öðru máli gegnir um ýsukvótann en hann verður aukinn um 40 prósent. Að áliti Hafrannsóknarstofnunar má rekja sterkari stöðu þorskstofnsins til samdráttar í þorskveiðum undanfarin ár og telur stofnunin þorskstofninn ekki hafa verið sterkari í 50 ár.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila