Leggur fram tillögu um að borgin beiti sér fyrir snjallsímabanni í grunnskólum

Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir óháður borgarfulltrúi.

Á næstu vikum mun Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir óháður borgarfulltrúi leggja fram tillögu þess efnis að borgaryfirvöld styðji skólastjórnendur grunnskóla til þess að leggja bann við snjallsímanotlun í grunnskólum borgarinnar. Þetta kom fram í máli Sveinbjargar í síðdegisútvarpinu á föstudag en hún var gestur Edithar Alvarsdóttur. Sveinbjörg bendir á að snjallsímanotkun sé að verða alvarleg vandamál í grunnskólunum og við því verði að bregðast, enda séu afleiðingarnar til dæmis áunninn einbeitingarskortur sem komi niður á námsárangri „Svíar eru farnir að gera þetta, hvenær ætlum við að vakna og segja að þetta gangi bara ekki lengur, ef foreldrum finnst það vera öryggisatriði að ná í börnin símleiðis þá mætti til dæmis láta þau hafa hefðbundin takkasíma sem aðeins er hægt að hringja úr og senda sms„,segir Sveinbjörg.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila