Leita að Arthur Jarmoszko í Kópavogi

Björgunarsveitir hófu formlega leit í hádeginu að Arthur Jarmoszko í vesturhluta Kópavogs. Eins og fram hefur komið hefur ekkert spurst til Arthurs frá því 28.febrúar síðastliðins en síðast sást til hans í miðborg Reykjavíkur en m,a náðust af honum myndir á eftirlitsmyndavél. Leitað verður meðfram strandlengjunni á Kársnesi en leitin byggist á upplýsingum sem lögreglan hefur aflað í gegnum farsímanet en gögnin sýna að farsími Arthurs tengdist síðast inn á þessum slóðum. Lögreglan biðlar til almennings að allir þeir sem telja sig hafa upplýsingar um Arthur hafi samband við lögreglu í síma 444-1000 eða á netfangið gudmundur.pall@lrh.is. Þá er einnig hægt að koma ábendingum á framfærið við lögreglu í gegnum fésbókarsíðu Lögreglu.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila