Leita að manni í tengslum við árásina

Maðurinn sem lögreglan leitar að.

Lögregluyfirvöld í Stokkhólmi héldu blaðamannafund fyrir stundu þar sem greint var frá því að leitað er að manni vegna árásarinnar í miðborg Stokkhólms fyrr í dag. Dan Eliasson ríkislögreglustjóri Svíþjóðar og Anders Thorgren yfirmaður leynilögreglunnar, greindu frá því á fundinum að engin sprengja hafi fundist við leit í flutningabílnum sem notaður var við árásina og að rangt væri að lögregla hefði mann í haldi vegna málsins. Lögregla vill ekki gefa neitt upp um hversu margir hafi orðið fórnarlömb árásarinnar, og að hjúkrunarfólk myndi greina frá þeim þætti síðar.

Athugasemdir

athugasemdir