Leita til erlendra aðila til þess að fjármagna byggingu íbúða

Hólmsteinn A. Brekkan framkvæmdastjóri Samtaka leigjenda.

Óhafnaðardrifið leigufélag sem stofnað var á dögunum á Suðurnesjum ætlar að leita út fyrir landsteinanna að fjármagni til þess að fjármagna byggingu 100 íbúða sem félagið stefnir á að byggja. Þetta var meðal þess sem fram kom í máli Hólmsteins A. Brekkan framkvæmdastjóra Samtaka leigjenda, sem kemur að leigufélaginu í morgunútvarpinu í morgun en hann var gestur Markúsar Þórhallssonar og Jóhanns Kristjánssonar. Hólmsteinn segir að einnig sé reynt að leita að fjármagni innanlands “þetta er auðvitað til hagsbóta fyrir samfélagið þannig þetta ætti nú að falla inn í stofnstyrkja aðkomu sveitarfélaga og ríkis og auðvitað líta menn til þess, og síðan er það þessi fjármögnun sem Íbúðalánasjóði er ætlað að veita við svona uppbyggingu, þannig að sjálfsögðu verður þeirra leiða leitað líka“,segir Hólmsteinn.

Athugasemdir

athugasemdir

Deila