Lekahneykslið í Svíþjóð vindur upp á sig

Fjöldi krafna um skaðabætur auk fjölda kæra hafa borist sænskum yfirvöldum vegna lekahneykslisins sem upp kom í Svíþjóð á dögunum. Tölvuráði Svíþjóðar sem ber ábyrgð á vernd persónuupplýsinga í landinu hefur borist að minnsta kosti níu kærur vegna lekans og þá hafa borist í það minnsta 12 kærur á hendur ráðherrum og lykilstjórnendum samgöngumiðstöðvarinnar þar sem lekinn varð. Auk þess hafa 4 kærur borist sérstökum eftirlitsmanni sem sér um eftirlit yfir stjórnsýslustofnunum. Ljóst er að málið er farið að draga dilk á eftir sér sem mun að öllum líkindum kosta sænska ríkið stórfé þegar yfir lýkur. Sænska sjónvarpið hefur birt lista yfir þau gögn sem láku út en mikið af þeim eru leynilegar upplýsingar sem varða ríkið sjálft og þá innihalda gögnin einnig mikið magn persónugreinanlegra upplýsinga um sænska ríkisborgara.

Athugasemdir

athugasemdir