Lélegt árferði slær kornbændur ekki út af laginu

uppskera13Íslenskir kornbændur búast við að kornuppskera á þessu ári verði ásættanleg en í fyrra urðu margir kornbændur fyrir talsverðum skakkaföllum vegna næturfrosta. Talsverð fjárhagsleg áhætta fylgir því að leggja fyrir sig kornrækt á Íslandi þar sem veðurfar hér á landi getur verið misjafnt og hefur rysjótt veðurfar oftar en ekki valdið því að margir bændur hafa gefist upp á kornræktinni. Uppskeran er þó ekki eingöngu korn eins og margir kunna að halda því að hálmur sem fellur til við kornræktina er nýttur til undirburðar undir húsdýr og því er hægt að takmarka það tjón sem hlýst af slæmu veðurfari með nýtingu hálmsins. Í ár ákváðu margir bændur norðanlands að draga úr kornrækt sinni þar sem þeir vildu takmarka áhættuna á fjárhagslegu tjóni annað árið í röð, margir héldu þó sínu striki og eins og fyrr segir lítur allt út fyrir ásættanlega uppskeru í ár.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila