Lífshættulegur niðurskurður í vegamálum

Runólfur Ólafsson framkvæmdastjóri FÍB.

Sá niðurskurður sem átt hefur sér stað til vegamála undanfarin ár geta hreinlega orðið fólki að fjörtjóni. Þetta var meðal þess sem fram kom í máli Runólfs Ólafssonar framkvæmdastjóra FÍB í morgunútvarpinu í morgun en hann var gestur Markúsar Þórhallssonar og Jóhanns Kristjánssonar. Runólfur bendir á að borið hafi á því að sparað sé til dæmis með þeim hætti að leggja þynnra lag af malbiki á vegi en venja er að gera með þeim afleiðingum að holur myndist fyrr í malbikið. Þá segir Runólfur að ábyrgð á tjónum á bifreiðum og tækjum fáist ekki bætt nema sannað sé að ábyrgðaraðilar vega á hverjum stað hafi vitað af umræddri holu sem valdið hafi tjóni þegar tjón átti sér stað.

Athugasemdir

athugasemdir

Deila