Lilja fundaði með fyrrverandi ráðherra úr ríkisstjórn Görans Perssons

Lilja Alfreðsdóttir mennta og menningarmálaráðherra og Thomas Östros, hagfræðingur og fyrrum menntamálaráðherra Svíþjóðar.

Thomas Östros, hagfræðingur og fyrrum menntamálaráðherra Svíþjóðar heimsótti mennta- og menningarmálaráðuneytið á dögunum og fundaði með Lilju Alfreðsdóttur ráðherra.

Östros var ráðherra í stjórnartíð Görans Perssons, fyrst á sviði skattamála, síðan menntamála og loks á sviði orku og nýsköpunar. Östros var menntamálaráðherra frá 1998-2004. Til umræðu á fundinum voru meðal annars þær áskoranir sem báðar þjóðir standa frammi í menntamálum, til að mynda nýliðun í kennarastéttinni. „Þetta var ánægjulegur fundur og mikilvægt að fá yfirlit yfir þær breytingar sem hafa átt sér stað á sænsku menntakerfi á umliðnum árum. Við Östros erum sammála um mikilvægi þeirrar fjárfestingar sem menntun sannarlega er og að samkeppnishæfni þjóða muni í auknum mæli ráðast af því hvernig menntakerfi standa. Brýnt er að menntakerfi bjóði upp á fjölbreytilegt nám.“
Östros gegnir nú embætti fastafulltrúa í framkvæmdastjórn Alþjóðagjaldeyrissjóðsins fyrir hönd Norður- og Eystrasaltslandanna.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila