Líta á sænskan lögreglumann sem byltingarhetju

Lögreglumaðurinn Peter Springare.

Lögreglumaðurinn Peter Springare.

Svíar líta á lögreglumanninn Peter Springare sem byltingarhetju sannleikans en eins og kunnugt er hafa skrif Peters um þjóðerni þeirra sem fremja flesta glæpi í Svíþjóð vakið gríðarlega athygli. Eins og Útvarp Saga hefur greint frá var Peter kærður fyrir hatursorðræðu vegna skrifa sinna en hundruðir þúsunda svía hafa skráð sig í hóp á Facebook til stuðnings Peters. Þá var annar hópur stofnaður fyrir þá sem ekki styðja skrif hans en sá hópur hefur telur aðeins um nokkur hundruð manns.Blaðamenn velta því nú fyrir sér hvort skrif Peters geti haft úrslitaáhrif í næstu þingkosningum í Svíþjóð enda ljóst að málefni innflytjenda eru mikið hitamál meðal sænsku þjóðarinnar og hafa miklar umræður farið fram um málefni innflytjenda í sænskum fjölmiðlum að undanförnu.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila