Lítið sem hönd á festir í stjórnarsáttmálanum

viktororri10jan-001Viktor Orri Valgarðsson þingmaður Pírata segir að honum finnist nýr stjórnarsáttmáli heldur rýr. Viktor sem var gestur Péturs Gunnlaugssonar í síðdegisútvarpinu í dag segir lítil merki um hægri sveiflu í sáttmálanum og í raun sé lítið sem hönd á festir „það er að minnsta kosti fátt um skýr markmið„,segir Viktor. Þá segir hann sína skoðun vera þá að Björt Framtíð og Viðreisn beri lítið úr býtum úr samkomulaginu “ maður hefði haldið að þeir hefðu átt að fá meira fyrir sinn snúð í að minnsta kosti í ESB málinu og stjórnarskrármálinu„.Þátturinn verður endurfluttur kl.22:00 í kvöld.

Athugasemdir

athugasemdir