Loftárásir hafnar í Sýrlandi

Bandaríkjaher hóf loftárásir á vopnabúr stjórnarhersins í Sýrlandi nú fyrir stundu. Að sögn sjónarvotta hefur sprengjum verið varpað á austurhluta borgarinnar Damaskus og stígur reykjamökkur upp af byggingum á svæðinu, einnig hafa borist fréttir af loftárásum í Homs. Þá taka bæði Bretar og Frakkar þátt í hernaðaraðgerðunum en um er að ræða árásir með sprengjuflugvélum úr lofti og eldflaugaárásir sem gerðar eru frá herskipum og kafbátum. Samkvæmt upplýsingum beinast árásirnar að ætluðum efnavopnabúrum Sýrlandshers og rannsóknarstofum þar sem sagt er að unnið sé að framleiðslu og þróun efnavopna. Hér fyrir neðan má smella á hlekk þar sem hægt er að fylgjast með atburðunum beint frá sjónvarpsstöðinni Aljazeera.

Athugasemdir

athugasemdir

Deila