Löggæsla efst í huga sænskra kjósenda

Ný könnun sem gerð var á vegum Expressen í Svíþjóð þar sem kannað var hvað væru forgangsmál hjá kjósendum leiðir í ljós að sænskum kjósendum eru löggæslumál efst í huga. Eins og kunnugt er hafa lögregluyfirvöld í landinu bent ítrekað á að þau eigi í erfiðleikum með að halda uppi lögum og reglum vegna manneklu samfara aukinni glæpatíðni og því kunna niðurstöðurnar að benda til að almennir borgarar finni fyrir vanmætti lögreglu. Þá kom fram í könnuninni að konur óttist vaxandi ofbeldi í landinu, en Móderataflokkurinn nýtur mest trausts þegar kemur að málefnum lögreglu, efnhag og atvinnu og varnarmálum.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila