Lögregla kölluð til vegna hælisleitenda sem áreittu börn

reykjanesbaerUndanfarna daga hefur lögreglan ítrekað verið kölluð út í Reykjanesbæ vegna hælisleitenda sem hafa verið að áreita börn víða í bænum. Í einu þessara atvika sem átti sér stað í strætisvagni í gær neyddust börnin til þess að fá aðstoð lögreglu eftir að hælisleitendur sem sagðir eru vera frá Albaníu höfðu reynt að kyssa börnin og þukla á þeim. Mikill hiti er á meðal íbúa í Reykjanesbæ og er aðgerða krafist til þess að koma í veg fyrir frekari tilvik af þessu tagi, en íbúarnir segja málin einkennast af þöggun.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila