Lögregla lýsir eftir Þorsteini Sindra

Þorsteinn Sindri Elíasson.

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lýsir eftir Þorsteini Sindra Elíassyni. Þorsteinn er 37 ára gamall, 182 cm á hæð, 80-90 kíló og með stutt ljósskollitað hár. Í tilkynningu frá lögreglu kemur fram að ekki sé vitað hvernig Þorsteinn er klæddur en síðast er vitað um ferðir hans í fyrrakvöld. Þeir sem vita um ferðir Þorsteins Sindra frá því í fyrrakvöld eða vita hvar hann er staddur núna, eru vinsamlega beðnir að láta lögreglu vita í síma 444-1000.

Athugasemdir

athugasemdir